Algengar spurningar
Hvað tekur langan tíma að blása baðkarið upp?
Það tekur innan við eina mínútu að blása baðkarið upp með pumpunni sem fylgir baðinu.
Hvernig læt ég vatnið leka úr baðinu?
Áður en þú fyllir baðkarið af vatni, þá festir þú slöngu við botninn á baðkarinu. Þú tekur tappann úr baðkarinu, eins og á venjulegu baðkari og lætur vatnið renna auðveldlega úr baðkarinu í sturtubotninn eða annan öruggan frárennslisstað.
Hafðu í huga að slangan má ekki vera of hátt uppi (t.d. í háum sturtubotni), því þá rennur vatnið ekki almennilega úr baðinu.
Þolir baðið olíur og sölt?
Sem betur fer þá geturðu notað þær olíur og sölt sem þú vilt, einnig hið vinsæla Epsom salt, baðbombur o.s.frv. Gott er að hreinsa baðið með hreinu vatni eftir að olíur eða sölt hafa verið sett í baðið.
Hvað þolir baðið háan og lágan hita?
Baðið þolir allt að 45 gráðu heitt vatn, svo er einnig hægt að taka kalt bað ef út í það er farið.
Uppfyllir baðið (og pumpan) Evrópskar reglugerðir?
Auðvitað. Baðið er gert úr hágæða PVC plasti sem uppfyllir kröfur Evrópskra reglugerða og rafmagnspumpan er CE merkt.
Ég er með mjög lítið baðherbergi, mun Tubble passa þar?
Tubble baðkarið er mjög sveigjanlegt og passar í langflest baðherbergi. Við leggjum til að þú takir málin á herberginu áður en þú fjárfestir í einu slíku.
Tubble Royale baðkarið er með eftirfarandi mál: 158 cm (l) * 78 cm (b) * 54 cm (h).
Baðkarið er mjög sveigjanlegt og getur því passað í 10% minna rými.
Get ég líka notað baðkarið úti? T.d. í garðinum?
Já. Baðið er gert úr extra þykku PVC efni og er þar af leiðandi tilvalið til notkunar utandyra. Passið samt að láta baðkarið ekki standa of lengi í sólinni og gangið úr skugga um að það séu engir oddhvassir hlutir í kringum það.
Geta tveir aðilar farið í Tubble baðkarið á sama tíma?
Tveir, ekki of stórir, fullorðnir einstaklingar passa í Tubble baðið. Það er að sjálfsögðu ekki mikið pláss en vissulega mögulegt og bara frekar huggulegt.
Hvað dugar Tubble baðkarið lengi?
Eftir nokkra ára notkun verður PVC í plastinu veikara og fer að gefa aðeins eftir, sem þýðir að það mun ekki blásast jafn vel út og vanalega. Hversu hratt þetta gerist fer eftir notkuninni. Öll baðkör koma með 1 árs ábyrgðartíma (á framleiðslugöllum).
Hvernig á að finna og laga leka?
Ef þig grunar að Tubble baðkar leki, skaltu ganga úr skugga um að loftgötin séu öll tryggilega lokuð. Þegar baðkarið er að fullu sett upp, skaltu spreyja sápu (t.d. vatn og diskasápa) á allt baðkarið. Leitaðu að nýjum loftbólum myndast því þær gefa til kynna hvar lekinn á sér stað. Gott að byrja alltaf á loftgötunum, að þau séu að fullu lokuð.
Hægt er að gera við leka með viðgerðarsettinu sem fylgir. Gott er að setja baðkarið á hreinan flöt. Að því loknu setja lím á rifuna. Leyfðu líminu aðeins að anda, settu svo efnið þétt á rifuna. Notaðu u.þ.b. 5 kg þyngd til að þrýsta á rifuna í u.þ.b. 24 tíma. Þegar efnið hefur þornað, settu þá lím í kringum endana til að ganga úr skugga um að viðgerðin hafi heppnast og láttu þorna í 6 klst. Eftir þessa viðgerð ættir þú að geta notað baðið örugglega.
Hvernig geng ég frá Tubble baðkarinu eftir notkun?
Þetta er mjög einfalt: Í ljósi þess hversu stór loftgötin eru, þá tæmist loftið úr því á innan við mínútu. Ef þú notaðir baðsölt eða olíur, þá skaltu hreinsa það fyrst með vatni áður en þú tekur loftið úr því. Gott er að ganga úr skugga um að engin bleyta sé eftir í baðinu áður en því er rúllað saman til að koma í veg fyrir myglu. T.d. þurrka með handklæði, eða láta standa yfir eina nótt. Eftir að loftið er farið úr og baðið er orðið þurrt, þá rúllar þú baðinu upp og setur í geymslupokann.